10.3.18

Myndasería frá miðöldum síðari

Eitt og annað skemmtilegt frá Skotlandi 



Við fórum í ferðalag saman til útlanda, ég og krakkarnir mínir. Við fórum til Skotalands og Englalands. Til Gljáskóga-borgar og Edenborgar og Lundhúnaborgar.

Þessa mynd tók ég úti í vorinu í Edenborg.
Þarna hitti ég samkynhneigðan hundamann, sem tók hunda í orlofsfóstur þegar  ríkir eigendur fara erlendis.

Hann sagði mér allskonar sögur um glæsta fortíð Skotlands frá ágæti stéttaskiptingarinnar sem hefur ríkt í borginni frá yfirtöku rómverja.

Áhugaverður gaur.


Krakkarnir mínir eru nottlega þau kúlustu í heimi og sáu til þess að ég týndist ekki.
Né yrði mér verulega til skammar.
Þau eru svo einstaklega vel heppnuð í alla staði..
Laglegt og líkt mér.











Ég tók selfí þarna í zengarðinum sem ég reykti úti á morgnana með neskaffið í leirbauk.














Þetta er besta fótósjopp myndin mín frá Skotlandi sem ekki er fótósjoppuð.
Hún lítur bara þannig út.

Ég tók hana til að festa niður hjá mér skalann af framkvæmdum rómverja í Skotlandi.
Það var nú ekkert smáræði.









Tóbías turnmeistari hefur líklegast átt rætur sínar að rekja til Edenborgar.
Þeir eru alveg turnóðir þar í borg.
En ósköp fallegt var að sjá það í sólinni.












Þessi steinturn er mjög konunglegur og skákhrókslegur.
Ég er sannfærð um að það sé grafhýsi undir honum og kuml og fjársjóður, en ég þorði ekki að grafa í hólinn, verandi túristi.











Þetta er alveg gullfallegt hús.
Mig grunar að flest hús sem byggð eru þannig af steini endist nánast af eilífu, með góðu viðhaldi.
Steinhús eru sannfærandi.
Það er bara þannig.











Skotar búa til ákaflega góðan mat og hollan.
Og það er almennt góð og faglegt þjónusta veitt hjá greiðasölum og verzlunum á svæðinu.
Allavega í Edenborg.

Þarna á þessum tiltekna stað fengum við alveg ljómandi fínar veitingar og allt var fullkomið









Ég hefi haft þráhyggju fyrir almenningsgörðum og almenningsrými og skrautgörðum frá því í æsku.

Grasagarðar eru i að mínu áliti einhver snjallasta leiðin til afþreyingar á erlendri grundu.

Einkum ef það kemur úrhellisrigning á leiðinni og garðurinn ilmar eins og ævintýraheimur.

Ég get ekki lýst leiðinni í gegn um garðinn.
En ilmurinn læknarði mörg gömul sár.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli