11.3.18

Myndasería frá miðöldum síðari tvö

Heldur svo förinni áfram niður veg morgunfrúarinnar

Í átt að nýjum tímum og sannleika


Ég hef haft gaman að ljósmyndun síðan ég var barn.
Að fanga augnablikið.

Það er samt ekki hægt með myndavél.
En það má reyna.

Um hverja mynd gæti ég skrifað ritgerð.
Um hverja mynd gæti ég haldið langan fyrirlestur.

En ég gæti aldrei sagt ykkur allt.




Við fórum í grasagarðinn í Eden-borg.
Ég hef dálæti á plöntum.
Grösum, blómum og trjám.
Og því lífi sem það laðar að sér með litum og fegurð og angan.

Á leiðinni í garðinn fór að rigna.
Það ringdi eins og hellt væri úr fötu og við vorum gegndrepa þegar við komum á staðinn.

Innandyra var líka sýning og við röltum þar um og reyndum að láta okkur þorna.

Eftir ágætis kaffibolla og meððí, röltum við fram í anddyri og út í garðinn, til þess að sjá hóp af dúfum fljúga upp af trjánum mót geislum sólarinnar sem brutu sér leið í gegnum þunglyndið á himnunum.
Það var töfrum slungið andartak og þegar hitinn rak vornepjuna á brott.

Upp af jörðinni í geislaflóði lita og ljóss, steig upp himneskur ilmur.
Symfónía af undursamlegum heillandi alheimi.
Ég hvarf inn í vökudraum,
Og við vöfruðum um stíga og slóða í góða tvo tíma.
Það er undursamleg minning sem ekki er hægt að festa á filmu.

Skotar sem eru alvöru skotar, eru eiginlega algerir andskotar.
Og lítið meðvirkir og rökfastir.

Og skotfastir

Ég er mjög ánægð með skota.
Svona annar hvern alla vega.

Þetta skilti er mjög skoskt.
Hnegg.




Skotar eru helkaþólskir.
Og rómversk menning er yfirþyrmandi í eden-borg.

Allt er þráðbeint uppúr gömlum gyðingahandritum frá miðjarðarhafslöndum.

Bókstaflega allt.

Frá Harrípotter til Laddertúheven.






Ég tók saman töluvert af fyrstu handar heimildum fyrir bækurnar sem ég á eftir að skrifa.

Þið getið aldeilis ímyndað ykkur um hvað þær bækur koma til með að snúast.

Þetta þótti mér til að mynda mjög spaugileg mynd.
Ég flissaði upphátt og safnvörður setti upp vanþóknunarsvip.





Þegar maður horfir á fallega tímalausa hönnun, sem bæði er undurfögur, notendavæn og hefur mörg hundruð eða þúsund ára endingu, þrátt fyrir að vera notað undir heita bleitu - fyllist maður auðmýkt.

Ef það er ugla á því - líður manni eins og maður hafi fengið gjöf.

Og hjartað tekur kipp.






Það er þetta með keltana.
Og keltana á írlandi.
Og keltana í evrópu.
Og kaþara.
Og seinna og lönguseinna kaþóla.

Það var merkið.
Krossinn.
Það heitir róður kross.
Róður kross með erri bæði fremst og aftast.
Af því það er notað til að sigla.

Þessvegna er skip í kirkjum.
Þessvegna eru krossar í kirkjum.
Og þessvegna er páfinn stundum með fisk á hausnum.
Því það er róðurkross.


Ég gæti haldið mjög langan fyrirlestur um þennan kross.
Og inn í þann fyrirlestur myndu fléttast saga gyðinga, egypta og rómverja.
Og okkar.



Við fórum með rútu frá Glasgow til Eden-borgar.
Skotland er mjög íslenskt.
Það er bara mjög lítill munur.

Og mjög heimalegt.
Og hreint og fallegt.
Og gaman að horfa á það.

Og vera þar.






Hennar smátign Beta sem er alltaf að freta, var á svæðinu á meðan ég dvaldi í Eden-borg.
Hún var að sýnar gullmuni fjölskyldunnar gegn gjaldi í húsakynnum ríkissins á meðan hún hámaði í sig veitingar í boði skattgreiðanda.

Hún var reyndar ekki bara með aðskilnaðarkvíða að dveljast frá  gulli sínu - heldur var skoska kirkjan að láta hana kvitta undir nýjustu svikareikninga og bókhaldssvindlið í kortunum.

Sú gamla gerir venjulega eins og henni er sagt, ef hún fær að éta og nóg af því.


Sonur minn tók þessa mynd úr háum satanískum turni.
Grasflötin sem þið sjáið þarna fyrir framan ferkanta, skólalega húsið (sem er safn og kaffihús og eitthvað að mig minnir) var tjörn í gamala daga.

Eftir blóðug átök og fjöldamorð í bæjarfélaginu, var öllum hinum dauðu hrúgað ofan í tjörnina.
Svo var borið grjót  í hana þar til hún var full.
Og svo jarðvegur á toppinn sem sáð var í.


Þetta sagði mér gömul kona með terríerhund.
Ég treysti henni samstundis.

Hún var mjög skosk.
Og helvitur.




Engin bygging á jörðinni hefur heillað mig eins mikið og baðhús Maríu Skotadrottningar.

Ekkert hús  hefur mig eins mikið langað til að eiga fyrir sjálfa mig.

Og mig mun aldrei langa til að eiga eitthvað annað hús - nema þá að ég smíði það sjálf frá grunni.

Nú þegar hefur þetta hús framkallað langar sögur í höfði mér og þær leika í svefni og vöku og bergmála bæði fortíð og framtíð.

Ég stóð agndofa og horfði á það þegar ég sá það.
Í góðar fimmtán mínútur.
Ég fór þrisvar aftur að skoða það.
Dáleidd.
Best var að vera hjá því í myrkrinu.
Og heyra þytinn í trjánum.


Þessi sagði mér svona upp og ofan af raunverulegu veraldlegu valdi á bretlandseyjum og hvernig goggunarröðin væri milli landa, biskupa, kirkjudeilda og drottingingar.

Hann var ágætur.
Og mjög ánægður með þá gömlu og allt hennar fólk og bar skosku kirkjunni sérlega vel kveðjurnar.

Hann spjallaði þarna við mig í góða stund og fór á hundavaði yfir sögu og yfirstjórn á svæðinu.

Ég drakk í minni mér hvert orð af vörum hans.
Ég held að ég hafi náð að festa í mér það sem hann sagði.
Og skilið rétt.


Ég veit ekki hvaða opinbera stofnun er rekin í þessu húsi í Eden-borg.

Ég held að það geti ekki verið mjög geðslegt.
Ég fékk einhverja sterkustu vanlíðunarkennd sem ég hef fundið í mörg ár - þegar ég skoðaði þarna í kring í myrkri.

Satt best að segja var svo óðgeðfelld nærvera við þetta hús var að minnstu munaði að ég hlypi veinandi í burtu, en ég hélt kúlinu að mestu leyti.

Ég koma aftur þarna þegar bjart var, en það lá þvingaður skuggi yfir því öllu.
Ég held að húsið hafi frá upphafi verið brúkað til pyntinga og niðurlæginga.
Þvílíkur ógeðsstaður.
Bjakk.


Þessa kirkju brenndi Henrí áttundi niður, ef mér skjöplast ekki.
Í sturlaðri sameiningargeðveiki og ofbeldi og hroka.
Eins og þýskættuðum eymingjum er tamt.

Rústinar eru undurfagrar og bera skotum vitni um fágaða byggingarlist og hámenningu sem löngu er horfin með öllu.








Í Skotlandi búa álfar og tröll eins og á Íslandi.
Það voru bæði heiður og sérstök forréttindi að fá að dvelja þeim þessa daga.

Ég fór og naut sólarlagsins með þeim og hlustaði á kvöldbæn þeirra - sem bergmálaði milli fella og hvíslandi vögguðu blómálfum í blómknöppum.

Það var alger stilla yfir tjörninni og svarnirnir dönsuðu og sungu á meðan þeir biðu þess með allri náttúrunni að sólin léti fellið loga.

Það var fegursta kvöldþjónusta sem ég hef verið viðstödd á ævi minni.
Það var ævintýri líkast.


Risavaxinn róður kross.
Sá upprunalegi og eini og sanni.

Sem þau trúa hann sé.























Engin ummæli:

Skrifa ummæli